Ef þú vilt spila á bassa, spilaðu þá á bassa!!!
Þú getur verið bassaleikari sem skemmtir sér ekki neitt og spilar bara auðveldar og einfaldar línur.
En svo geturðu líka verið bassaleikari sem skemmtir sér og spilar flóknar og erfiðar línur og allt þar á milli. Svo er líka hægt að gera svo mikið meira en þú kannski heldur á bassa, getur spilað hljóma með hægri hendinni (ef þú spilar rétthent) og spilað bassalínu með vinstri, BARA FLOTT!!!
Þannig að ég mæli með því að þú tékkir á góðum bassaleikurum eins og Billy Sheehan, Les Claypool, Jaco Pastorius, John Myung, Steve Harris, Cliff Burton, Victor Wooten og Flea (Michael Balzary) til að nefna nokkra. Þessir gaurar er fáránlega góðir bassaleikarar sem skemmta sér :)
Þetta fer allt eftir þér, þótt sumir skemmti sér ekki þá endurspeglar það ekki hvernig þú átt eftir að haga þér sem bassaleikari. Ekki gerast gítarleikari afþví að það eru fleirri sem gera það eða afþví að þér sýnist gítarleikarar skemmta sér meira. Þetta er algjörlega undir ÞÉR komið! Gerðu það sem þú villt gera!
Ef þú vilt spila á bassa þá ættirðu að spila á bassa! Getur auðvitað þá alltaf líka lært á gítar en hafðu þá bassa sem aðal hljóðfæri!