Úff.
Floyd Rose er svona “fljótandi brú”. En gítar án floyd rose er annaðhvort með fixed brú, string-through, eða með brú sem er svolítið fljótandi en samt ekki mikið.
Eins og búið er að koma fram er hægt að læsa strengjunum við nut-ið og því helst gítarinn í fullkomni stillingu þótt þú sért að hamast á stönginni. Auk þess er Floyd Rose úr títaníumi svo að stöngin er ekki að fara að brotna í bráð. Það er einmitt ein ástæðan fyrir því að Floyd Rose bjó þetta kerfi til. Hann var alltaf að brjóta stangirnar á þessum klassísku Fender brúm.
Ókosturinn við Floyd Rose er að það tekur tíma að læra á það, að stilla strengina og svoleiðis. En þegar hann er rétt stilltur þá heldur hann stillingu fjári lengi. Og ef þú ert að skipta um þykkt af strengjum eða skipta um stillingu á gítarnum svosem eins og að stilla hann úr E stillingu í drop D stillingu eða eitthvað álíka. Þá þarftu að stilla brúnna líka til að það virki og það tekur tíma að læra á það almennilega líka.
Ef þú ert með gítar með svona fixed brú (brú sem hreyfist ekkert, er bara föst við gítarinn) þá þarftu auðvitað að stilla hann oftar afþví að hann afstillist ef hann fer í hitabreytingar eða ef þjösnast er á honum. En ef þú bendar nótu þá þarftu ekki að benda hana eins langt og ef þú værir með Floyd Rose til að ná réttri nótu og allir hinir strengirnir halda allir tune-i.
Ef þú værir með Floyd Rose og bendaðir nótu þá þyrftirðu að benda hana lengra afþví að þegar þú bendar þá togarðu í strenginn og strengurinn er fastur í brúnni og þessvegna togar hann í brúnna. Brúin lyftist því upp og þá slaknar aðeins á öllum hinum strengjunum og þeir afstillast tímabundið á meðan þú bendar.
Mér finnst það þessvegna sánda betur ef maður er að benda nótu og spila svo aðra nótu á næsta streng á meðan maður heldur nótunni á gítar með fixed brú í staðinn fyrir gítar með Floyd Rose.
Þetta er svona aðeins um þetta, vona að þetta hafi útskýrt eitthvað og vona að ég hafi náð að koma þessu skiljanlega frá mér :D