Já, ég skil þig fullkomlega. Kannast vel við svona vandamál (ekki það að ég sé að spila í dropped stillingum, en hef spilað í Eb).
Vandamálið er að þú þarft að stilla gítarinn upp fyrir þessa stillingu og þessa strengi. Það er nefnilega þannig með Floyd Rose að þetta er svona “fljótandi kerfi”. Brúin getur farið alveg útum allt eins og þú hefur orðið vitni af.
Málið er að aftaná gítarnum, ef þú opnar hann að aftan. Þá sérðu brúnna koma í gegnum body-ið og þar eru (oft þrír) gormar festir í brúnna sem fara í járnstykki sem skrúfað er í body-ið með tveim skrúfum.
Tilgangurinn með þessum gormum er að halda jöfnu álagi undir brúnni og það er á strengjunum. Þannig að brúin haldist alltaf bein.
En ástæðan fyrir því að strengirnir afstillast þegar þú stillir næstu strengi er sá að þegar þú ert að strekkja á strengnum þá ertu bara að toga í brúnna, toga í gormana undir gítarnum. Þegar þú togar í brúnna þá breytir hún um stöðu og þá afstillast allir hinir strengirnir. Þessvegna getur verið svolítið vesen að stilla gítar með floyd rose kerfi, afþví að þú þarft að stilla alla strengina svona 30 sinnum til að ná þeim réttum, stundum meira, stundum minna.
En eins og í þínu tilfelli, þá ætlarðu að droppa gítarinn alveg. Þá ertu að minnka spennuna svo mikið að floydið fer í áttina að body-inu og nær ekki að stillast rétt. Þá þarftu að stilla floydið fyrir þessa dropuðu stillingu. Þú ferð að því með því að opna hann að aftan og minnka á spennunni sem er á gormunum. Þú ferð að því með því að skrúfa skrúfunum (sem eru í járnplötunni sem gormarnir fara í) þannig að járnplatan fari nær brúnni. Þetta þarftu að gera og stilla gítarinn og laga þetta alltaf þangað til að brúin er orðin alveg lárétt við body-ið og gítarinn er rétt stilltur.
Eftir þetta læsirðu strengjunum í nut-inu og fínstillir svo við brúnna. Og þá ertu búinn að stilla gítarinn!
Þetta er svolítið flókið til að byrja með ég viðurkenni það, og langdregið. En með æfingunni þá ertu alltaf fljótari að gera þetta :)