Eftirfarandi gítarar eru til sölu ef ásættanleg boð bjóðast í hlutina. Vinsamlegast sendið mér póst hér á Huga ef þið viljið meiri upplýsingar og hafið áhuga á að bjóða í hlutinn.
Washburn D10-SCE - Svartur kassagítar með pickup 2 ára notaður mikið en mjög vel farinn miðað við notkun, sést bara rispur á pickgaurdinu og þar í kring eftir neglur. Kemur með Gator harðri tösku og ég skipti noname tunerunum út fyrir Auto Trim 18:1 Planet Waves tunera.
Sjá mynd af samskonar gítar samt annar litur. http://tonabudin.is/myndir/gitarar/Washburn/d10sce.jpg
Greg Bennett Design by Samick Royale RL4 LTD Limited Edition - Keyptur desember 2005. Einn vandaðasti gítar sem ég hef séð frá Kóreu. Seymore Duncan Designed pickuppar, vandaðar mótstöður og annað tengt rafkerfinu. Sér ekki á gítarnum og Bigsby vibratoið er skemmtilegt. Kemur með harðri tösku leðurklæddri.
Sjá mynd af samskonar gítar og review og fleira. http://www.music123.com/Greg-Bennett-Design-by-Samick-Royale-RL4-LTD-Limited-Edition-Guitar–i131491.music
Ég reiknaði út verð á gítarnum nýjum frá USA og Gítar 995$ Taska 0$ Sending 150$ = 1145$ x Gengi 73 kr. = 83585 x vsk 24,5% + 1750 kr. tollskýrsla = 105813 kr.
Washburn Paul Stanley Signature 1998 árgerð vel farinn aðeins rispuför á pickgaurdi. Kemur með harðri tösku, Jodi Head ól og straplocks. Ekki lengur fáanlegur en ég fann gamalt retail verð og það var 999$ án tösku.
Sjá mynd af samskonar gítar, sá sem er til sölu er samt með spegil pickgaurdi og truss rod coveri með eiginhandaáritun Paul Stanley þessir partar eru af flottustu týpunni sem var fáanleg af þessum gítar og svo eru líka chrome cover á pickuppum. http://i3.ebayimg.com/04/i/07/6a/9d/cd_12_sb.JPG
Columbus Les Paul copya frá 1973-74 ástand ágætt miðað við aldur. vantar plast á 2 mótstöður, svoldið illa farinn haus, tunerar virka en mættu vera betri, neck pickupin er í smassi, bolt on háls, ennþá slatti eftir í fretum. Merkilegast er að það er Dimarzio Super Distortion pickup frá 70 og eitthvað í bridge sem gefur snilldar sound. Ein stærsta skemmdin á þessum gítar er að einhver hefur rispað rétt fyrir neðan stólinn einhvern kross sem er ekkert alltaf fallegur en ef einhvern vantar gítar til að gera upp þá er þetta góður gítar í það. Þessi gítar er líka óvenjuléttur miðað við Les Paul þar sem hann er að mestu holur að innan.
Ég er staddur á Akureyri og ég get sent með póstinum ef það þarf.
Ég endurtek að ég vil fá svör í einkaskilaboðum hér á Huga en ekki hér fyrir neðan.