ÉG hef bara prufað ABM boxin en hef hinsvegar prufað MAG og ABM combo magnara og það var mjög mikill munur á soundinu í MAG og ABM mögnurum en það er náttúrulega svo mikið tengt mögnurunum sjálfum. Persónulega myndi ég kjósa ABM ef ég ætti að velja á milli þessa tveggja.
MAG boxin eiga samt að ná aðeins meiri dýpt því það ræður við 60Hz - 20kHz en ABM ræður við 70Hz - 20kHz
Held samt að maður verði bara að prufa bæði boxin til að heyra hvað manni líkar betur við.
Mæli með að þú talir við þá í Tónabúðinni, stundum leigja þeir dót til hljómsveita og selja svo vöruna bara á lægra verði. (Rín og Tónastöðin hafa allavega gert það svo ég viti).