Ég hef lent í þessu á tveim mismunandi stöðum.
Og þeim verslunum reyni ég að sleppa núna nema í illri nauðsyn.
Fór í Gítarinn, sá einhvern 12 strengja gítar á 80þús.
Beygði mig niður án þess að snerta hann (hann hékk svona við gólfið) og skoðaði hann.
Kemur kallinn hlaupandi : Nei,nei passaðu þig. Þetta er með dýrari gítörum hérna og þú vilt varla vera borgunarmaður fyrir þessu.
Seinna meir, var ég í Hljóðfærahúsinu. Var að leita mér að kassagítar, kannski með góðum gítar.
Hljómsveitarmeðlimirnir voru með að skoða. Ég sest niður og prófa einn gítaranna (var á eitthvað um 60 - 70 þús).
Eftir um 2 mínútur kemur einn afgreiðslu mannanna (Addi í Dr. Spock og ……) og segir að þetta sé engin staður fyrir hljómsveitaræfingar.
Ekki hafði hann fyrir því að spyrja hvort mig vantaði aðstoð.
Hann er mjög góður trommari og hann fær stig fyrir það.
En ég blótaði honum ansi mikið þegar ég strunsaði út :)
Þess má geta að ég frekar dýra gítara (Klassískan og Gibson) og gítarkennarinn mælir með því að ég fari til Spánar bráðum og kaupi einn sérsmíðaðan, þannig ég er engin lítill 13 ára Sign strákur sem veit ekkert hvað ég er að gera.
(Ég vinn mér allan inn pening sjálfur, ég er ekki svona dekraður)
:)
Þannig Tónastöðin, Tónabúðin og já, Rín líka. Það er mitt.