ég mæli mun frekar með Gítarskóla Ólafs Gauks, sérstaklega fyrir lengra komna. Hann er með allskonar námskeið og mörg stig. Í Gís (ég var í Gís í þrjár annir) ertu yfirleitt bara að læra lög af tabi, sem tekið er beint af netinu (kommon þú getur gert það heima hjá þér fyrir frítt). Óli Gaukur er mun meira svona eins og alvöru námskeið, maður fær möbbu með öllu námskeiðinu í að síðan eru bara farið í hvern tíma fyrir sig, maður látinn vinna verkefni og svoleiðis. Þar ertu heldur ekki bara að læra töb heldur meira svona mismunandi tegundir af stílum og tónlistartegundum. Ég var til dæmis í Ryþmagítar Miðstig í vetur, það var maður að læra um allskonar ryþma, manni kennt hvernig Blús ryðmi er og hvaða grip eru algengust við gerð blúsryþma, síðan tók hann fyrir allt frá nútimarokk til kántríwestern til fönks. Mjög gagnlegt.
Ólí Gaukur er reyndar aðeins dýrari en þess virði.
http://gitarskoli-olgauks.is/