Þegar ég byrjaði að æfa á gítar fyrir einhverjum 4 - 5 árum þá fannst mér til að byrja með vont að spila á gítar og náði ekki góðu soundi en það breyttist reyndar strax.. en já mér fannst og finnst ekkert mál að spila en ég er búinn að spila á gítar núna stanslaust í 5 ár og æfa mig lámark 1 og hálfan tíma yfir allt á dag en fingurgómarnir mínir hafa aldrei orðið “harðir”.
Einn daginn hafði ég ekkert að gera og þá spilaði ég og spilaði allan daginn þangað til ég fór að borða og ég fór svo aftur að spila en þá var ég bara að drepast í fingurgómunum og átti bara erfitt með að spila.
ég hef ekki hugmynd afhverju þar sem ég hef alltaf vanið mig á að spila með fingurgómunum en já þeir hafa aldrei harnað… er einhver með ráð yfir þessu?
Born to Raise Hell