Það hafa auðvitað komið margar góðar svoleiðis greinar inn. En málið er að ég hef góða tilfinningu á því að fólk viti eitthvað sem þeim langar að skrifa grein um en “nenna” því ekki. Mig langar nefnilega að sjá allt yfirfullt af góðum greinum :D
Þannig að ég fór að spá hvað væri hægt að gera. Og ég hugsaði með mér hvort það væri ekki bara hægt að hafa einhverja greinakeppni eða eitthvað svoleiðis. Og svo verður bara kosið um hver skrifaði bestu greinina. Eða eitthvað í þeim dúr, þá allavega hefur fólk góða ástæðu til að skrifa þetta sem það “nennti” ekki að skrifa áður.
Hvað finnst ykkur um þetta mál? Er ég á góðri leið með eitthvað eða er ég kannski bara í ruglinu?
Komið með hugsanir ykkar og hugmyndir og commentið á þetta.
Kveðja,
Hlynur Stef
…djók