Ég hef nú verið hljóðmaður hjá nokkrum hljómsveitum og allir söngvararnir í þessum hljómsveitum telja sig syngja mun betur með Reverb en án þess fannst þeim þeir vera “dull” og asnalegir, svo ég mæli með að þú kíkir á einhverja reverb græju.
Flestir söngvarar sem syngja (stórum eða littlum stöðum) nota e-ð reverb, þótt það sé ekki mikið þá er það oftast til staðar.
Fæstir söngvarar eru að nota mikið af effectum á sönginn en það er samt spurning hvort að vandamálið sé bara það að söng-rásin sé lélega mixuð (stilla aðeins EQ-inn).
Prufaðu allavega að fá lánaða Reverb-græju (ef þú átt ekki nú þegar) og fikta smá í Eq-num og sjáðu hvað setur. :)