A dúr og F# moll eru sammarka tóntegundir, sömu nótur nema bara þú byrjar á F# og endar á F# ef þú vilt spila í moll en byrjar á A og endar á A ef þú vilt spila í Dúr.
Það er ekki niður um ferund, það er niður um litla þríund. Þetta gildir um hvaða skala sem er, ef þú ert að spila í moll og vilt spila sammarka dúrinn þá færirðu þig bara þríund ofar og spilar skalann í dúr þaðan frá.
Og öfugt, ef þú ert að spila í dúr og vilt spila sammarka mollinn þá færirðu þig litla þríund niður og spilar moll þaðan frá.
En eitt sem ég fatta ekki, afhverju sagðirðu honum að sleppa því að spila F# nótuna á djúpa E strengnum?