Þegar maður æfir sig á að spila eftir nótum fer þetta bara að koma sjálfkrafa. Ég hef lesið nótur síðan ég man eftir mér og þótt ég viti hvað allar nóturnar heiti er miklu erfiðara að nefna nöfnin heldur en að spila nótuna á hljóðfærið, ef þú fattar hvað ég meina … Aðalmálið er að læra hvaða nóta á blaðinu þýðir hvaða nóta á hljóðfærinu, þótt nöfnin séu fín til að læra (kannski ekki fyrir alla, ég veit ekki) Allavega kemur þetta bara með æfingu ;)