Þú þekkir væntanlega flaututóna (harmonics).. þetta er sama hugsun, nema bara ekki á opnum streng, og þar sem vinstri (ef þú spilar rétthent) höndin er upptekin þá þarftu að nota hægri höndina til að framkalla flaututóninn..
Alveg eins og með náttúrulega flaututóna þá hljómar þetta misskýrt eftir því hve mörgum böndum frá grunntóninum þú ert, 5, 7, 12, 17, 19 og 24 virðast vera heppilegustu tónbilin.
Prófaðu t.d. að halda einhverjum af vöfnu strengjunum (þetta virðist ganga alltaf mun betur á þeim) á 7.bandi og plokka hann við það 19, og rétt reka þumalinn í um leið og þú plokkar, rétt eins og þegar´þú rétt snertir strenginn þegar þú framkallar náttúrulegan flaututón. Með smá æfingu þá ferðu að ná þessu og getur þá farið að leita að “sweetspots” milli pickuppanna þar sem þetta virkar sérstaklega vel..