Afhverju heldurðu að kannanir komi aftur? Hvað heldurðu að margar kannanir hafi komið yfir árin? Hvað heldurðu að ég fái margar kannanir sendar inn á viku?
Jæja, það eru ótrúlega margar kannanir sem hafa komið í gegnum árin og ég fæ ótal margar kannanir á viku.
Í fyrsta lagi þá reyni ég að hleypa ekki sömu könnuninni inn tvisvar nema með verulegu millibili, afhverju? Þú ert kannski á huga og svarar könnun og svo “alltíeinu” hálfu ári+ seinna er önnur eins komin og þér finnst þetta skrítið. Málið er það að það eru sífellt nýjir notendur að skrá sig á huga og einnig er misjafnt eftir tímum hvernig fólk svarar könnuninni. Þannig að það koma alltaf mismunandi niðurstöður út úr þessum könnunum.
Þetta virkar auðvitað ekki nema að hafa svona þokkalega verulegt millibil á milli þessara kannana. En svo auðvitað gerist það að svona kannanir leka í gegn með stuttu millibili, þá eru það bara mistök.
En hinsvegar finnst mér ekkert að því ef sama könnunin kemur oftar en einusinni. Reyndar finnst mér það bara mjög eðlilegt, það eru nefnilega ekkert allir sem vita af því hvaða kannanir hafa komið, hafa kannski aldrei séð svona könnun en fá þessa hugmynd og senda hana inn.
Spurning líka um að hugsa fyrir utan kassann og setja sig í spor annarra, hugsa á fleirri hliðum en bara einni! Þá kannski hefðirðu ekki þurft að kvarta svona.
Takk fyrir mig.
Kveðja,
Morgoth