Sælt veri fólkið.
Ég hef til sölu tvo gæða gripi. Akai Headrush delay/echo/looping pedal og Epiphone The Dot Gítar.
Annars vegar er það Akai Headrush E1 delay pedal. Þetta er semsagt eldri gerðin af headrushinum (þessu grái) og já hann er smá rispaður en í fínalagi.
Effectinn er með 3 stillingar:
-Looping Rec, sem er fyrir overdub og einnig single loop (t.d. ef maður ætlar að taka solo þá getur maður látið effectinn spila rythma áfram á meðan þú spilar sóló)
-Normal Delay sem er bara ósköp venjulegt delay.
-Tape Echo, þetta er illa töff því þetta er simulate-að eftir 4 hausa analog tape echo, hver haus hefur sitt output þannig þú getur látið echoinn sendast í allar áttir alveg eins og brjálaðingur.
Alls er hægt að taka 23,8 sekúndur í eina loopu en í overdub er það 11,9 sekúndur. Normal delay-ið er alls 23,8 sekúndur og það er tap tempo á þessum effect sem er bara þægilegt því fáir þola delay sem er ekki í synci.
Einnig er hægt að stilla head gap milli hausana í Tape echo-inu og gert funky og massíft echo sound.
Straumbreytir fylgir ekki með en þessi effect notast eingöngu við straumbreytir (DC 9V 160mA) en það er hægt að nota t.d. Boss Straumbreytir við hann.
Resolution er 16bit og sample rate-ið er 44,1 kHz
Meiri upplýsingar er að finna hér:
http://img3.musiciansfriend.com/dbase/pdf/man/m_153051.pdf (bæklingur)
http://www.houseofsound.ch/webshop/shop_images/articles/E1.jpg (Mynd)
Verð: 15.000 kr (Nýji pedalinn, E2, kostar um 28.000 kr í gegnum shopusa.is)
——-
Einnig er ég með gítar af gerðinni Epiphone The Dot til sölu.
Þessi gítar var framleiddur 2003. Hann var yfirfarinn og brúin stillt og settur upp upp af fagmanni í mars, gítarinn hefur verið lítið notaður.
Gítarinn er staðsettur í Reykjavík og hann er í frábæru standi, hann er svartur á litinn með chrome litiðu hardware-i. Með gítarnum fylgir hörð taska frá Epiphone og straplockar frá dunlop.
Gítarinn með töskunni kostar 91.200 kr. hjá Rín nýr.
Fyrir frekkari upplýsingar er hægt að sjá þetta:
- http://www.epiphone.com/default.asp?ProductID=4&CollectionID=1
- http://www.harmony-central.com/Guitar/Data4/Epiphone/Dot-1.html
Myndir af gítarnum má sjá hér:
- http://img.photobucket.com/albums/v708/Gislinn1234/136-3673_IMG.jpg
- http://img.photobucket.com/albums/v708/Gislinn1234/136-3675_IMG.jpg
Myndirnar eru smá úr fókus en fyrir áhuga sama þá er það bara endilega að koma og fá að prufa og sjá gítarinn með berum augum.
Eins og áður kom framm er gítarinn í frábæru standi, eina sem er að er að það eru nokkrar fínar rispur aftan á gítarnum.
Verð hugmynd: 55.000 kr. (Hægt að semja um þetta).
Ég veit vel að það er hægt að fá þennan gítar í gegnum Music123.com til landsins með hjálp shopusa.is á 50.000 kr. en til viðbótar við það verð þyrfti töskuna, strap-lockana og minn gítar er yfirfarinn af fagmanni eins og áður kom framm.
Ef áhugi er fyrir hendi er fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband hér á huga eða að senda e-mail á gisli.steinn@gmail.com
Skipti eru hugsanleg en þá aðeins ef þið lumið á einhverju góðu.