Þetta er partur úr blúsmyndinni Crossroads. Gaurinn sem spilaði á munnhörpuna, sá sem var með stráknum í byrjun. Hann seldi sálu sína þegar han var yngri til þess að geta spilað betur en hver annar á munnhörpu. Og hinn gaurinn í byrjun var djöfullinn, sá sem keypti sálu hans af honum.
Svo voru þeir þarna að gera annan díl við hann upp á það að krakkinn og John Butler (minnir mig að hann hafi heitið) sem Steve Vai leikur, eigi að fara í svona gítar duel. Ef þeir myndu vinna þá myndi djöfullinn rífa samninginn um að hann hafði keypt sálu gaursins. En ef þeir tapa þá myndi djöfullinn fá sálu stráksins líka. En málið var að þessi John Butler var líka búinn að selja djöflinum sálu sína fyrir ótrúlega hæfileika á gítarinn.
Svo fara þeir í duelið og viti menn, krakkinn átti að vera svo öflugur að hann vann gaurinn sem átti að hafa selt sálu sína fyrir ótrúlega gítarhæfileika. Þannig að djöfullinn verður að rífa samninginn og þá verða þeir svakalega glaðir en John Butler strunsar út.
Ég veit reyndar ekki hvað krakkin heitir, þetta er bara einhver leikari, hann er ekki að spila þetta. Sólóið sem hann spilar eða Eugene's Bag of Tricks eins og það kallast, er samið af Steve Vai og Ry Cooder. En Ry Cooder spilaði fyrir krakkann alla myndina og í sólóinu líka, ef ég hef ekki rangt fyrir mér.
Var þetta það sem þú vildir vita eða var það kannski eitthvað annað líka? :D