Það er vel hægt að treysta fender. Ef hann er amerískur er örugglega snilldar hljóðfæri, mexíkóska dótið getur verið mismunandi, samt er það nú alls ekki slæmt.
Hvernig bassa áttu núna og hversu miklu viltu eyða í nýjan ?
Ég á núna, 6 ára gamlan Canglewood bassa, sem var fyrsti bassinn minn, búinn að nýtast vel í gegnum árin en kominn tími á að skipta, ágætur háls en pickuparnir eru frekar lélegir.
Ég er vel til í að eyða svona 100 -150þús í nýjan bassa ef svo ber undir.
Sæll.. þú átt eftir að verða mjög sáttur við Fender Jazz bassa.. Eitt það er ekkert alltof mikill stöðugleiki í gæðum á framleiðslu hjá þeim. þannig að þótt þú sért að versla amerískann á feitu verði gætir þú lent á slæmum grip. Þannig að endilega prófaðu nokkar áður en þú velur.. Ef þú hittir á góðann ertu mjög vel settur.
Settu saman þinn eigin, notaðu Ebay og keyptu alla partana og settu síðan saman, ég er með einn þannig Jazz bassa, mjög góður, hvert einasta atriði valið af mér og ég gæti ekki verið ánægðari
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..