Hef nú bara prófað þann rússneska og USA… á eitt stykki USA…..
Ef maður orðar þetta eins stutt og hægt er…. munurinn á þeim er “sándkarakter”… rússneski og ameríski eru mjög svipaðir en samt ekki eins… Fíla sjálfur betur USA :)
little big muff er skv. heimasíðunni blanda af þeim.. en útlitslega er hann bara smækkuð útgáfa af USA muffinum. Myndi sjálfur íhuga kaup á þessum þar sem hann er mun nettari en hinir (rússneski og sérstaklega USA eru plássfrekir).
Double Muff á að vera eins og 2 big muff-ar í einum en hef lesið misjafna dóma um hann þannig ég er mest skeptískur á hann…
English Muff´n er lampaoverdrive sem virðist vera í anda klassíska breska overdrive-sins sem finnst í Marshall/HiWatt/Orange o.s.frv.
Metal Muff er eins og nafnið gefur til kynna ætlað fyrir metal-inn…
Big Muff er Fuzz pedall sem gerir það að verkum að ómögulegt er að taka massíf speedriff á hann þar sem þau drukkna í “drullu” ef ég geri mig skiljanlegan… þannig myndi ég halda að Metal Muff væri svona annar option í staðinn fyrir Boss Metal-Zone eða álíka effecta.
Ég myndi persónulega ekki flokka English Muff´n og Metal Muff við hina 3… Finnst þeir ekki falla undir Fuzz kategóríuna…
Nota bene… Hef einungis bara prufað Russian og USA þannig ég get alveg haft rangt fyrir mér… bara að segja mitt álit á þessu. :)