Svona til að útskýra fyrir þér þá hluta sem magnari skiptist uppí þá þarf að byrja á að útskýra fyrir þér nokkra hluti.
Magnari skiptist upp í Formagnara (Pre-amp) og Kraftmagnara (Power-amp).
Formagnari tekur signalið frá gítarnum þínum og breytir því yfir í Line level signal sem kraftmagnarinn tekur svo við.
Kraftmagnari tekur við line level signalinu frá formagnara og magnar það upp og sendir það áfram til hátalarana.
Næsta stig eru svo hátalarnir.
Gítarmagnarar eru til í nokkrum útfærslum. Þær vinsælustu væru líklegast:
Haus, sem er einungis formagnari og kraftmagnari saman í einum pakka.
Combo, sem er hátalari, formagnari og kraftmagnari saman í einum pakka.
Einnig er til bara sjálfstæður formagnari og kraftmagnari.
Í styttra máli þá er Lampamagnarahaus einungis for- og kraftmagnari og þess vegna þyrftiru að tengja við hann hátalaracbox.
Einnig er gott fyrir þig að vita að lampa magnari þarf oft miklu meira viðhald heldur en aðrir magnarar og er því oft gott að byrja bara á að kaupa sér ágætann Solid state (transistor) magnara eða jafnvel bara magnara sem er með lampa í formagnara og transistor í kraftmagnara.
Lampa magnarar eru mun háværari en transistorar.