Það er náttúrulega ekki til nein rétt eða röng leið til að raða effectum, hinsvegar þá eru svona nokkrir pointerar sem ég get látið þig fá en ég hvet þig eindregið til að fikta bara.
Allavega þá skaltu ekki setja boost pedala í effect loop (send & return), þeir effectar sem virka best þar eru delay, reverb, chorus, flanger, phaser og svona modulation pedalar.
Ég samt fíla ekki að hafa neina effecta í effct loop.
Margir segja að þessi röð sé svona “besta” til að byrja með:
Gítar -> Wah -> Comp -> Dist -> EQ -> Modulation -> Delay/reverb -> Magnari.
Í þínu tilviki þá:
Gítar -> Vox Wah -> Comp -> Zoom Power Drive -> Whammy -> Tremalo/Chorus -> Chorus/Tremalo -> Volume Pedal -> Delay -> Magnari (svo bara seturu Tunerinn inn þar sem þér hentar, t.d. að setja hann í dry out á whammy pedalnum).
Annars þá myndi ég í þínum sporum fara á www.guitargeek.com og reyna að finna einhverja af þínum áhrifavöldum þar og sjá hvernig þeir eru að setja upp sína effecta (t.d. ef þú fílar Whammy-soundið hjá einhverjum sérstökum eða Delay sound hjá einhverjum að sjá hvar og hvernig hann er að nota sína pedala).
En svona uppá forvitnina að gera, hvaða pedala áttu ? (hvaða gerð) Og hverjir eru áhrifavaldar ? (ég ætla að leyfa mér að giska á Radiohead/Muse)
Er með Digitech delay,Digitech whammy,Vox 847wah,Danelectro coolcat chorus,Fender tuner,Zoom PD,Danelectro Tremolo og compressor(var að fá þá á 1500kall stk í usa)hehe.Svá á ég Zoom hyper lead og Marshall guvnorog Dod wah/volume.nota þessa 3 ekkert en var að pæla að bæta drive petal í keðjuna.Er að nota drive á magnaranum.Málið er að þegar ég er að nota Power drive petalann í eff.s&r þá hækkar hann í báðum rásum á magnaranum en ef ég er með hann beint í magnarann þá hækkar hann eiginlega ekkert í drive rásinni.En áhrifavaldar hjá mér eru margir,aðalega hef ég gaman af Keith í stones og tom morello.
0
Ég myndi henda setupinu svona:
Gítar -> Hyper Lead -> Vox Wah -> Comp -> Zoom Power Drive -> Whammy -> Tremalo/Chorus -> Chorus/Tremalo -> Volume Pedal -> Delay -> Magnari (svo bara seturu Tunerinn inn þar sem þér hentar, t.d. að setja hann í dry out á whammy pedalnum).
eða:
Gítar -> Power Drive -> Vox Wah -> Comp -> GuvNor -> Whammy -> Tremalo/Chorus -> Chorus/Tremalo -> Volume Pedal -> Delay -> Magnari (svo bara seturu Tunerinn inn þar sem þér hentar, t.d. að setja hann í dry out á whammy pedalnum).
Fyrst þú átt fleiri boost pedala. ;)
0
Takk fyrir góð svör.Þarf líklega að fá mér stærri effecta tösku.Hehehe.
0
Hehe ég var einu sinni með tvær stórar töskur undir effecta borðin hjá mér, núna er ég bara með eina littla tösku fyrir effectana.
Flestir sem byrja með stompbox (effecta) byrja á að fá sér 1-2 svo stækkar það og stækkar þar til maður er kominn með svona 8-15 pedala og svo minnkar það aftur niður eða breytist í Rack, þannig hefur þróunin verið hjá mörgum/flestum gítarleikurum sem ég veit um sem nota effecta eitthvað af viti.
0