Sæll drengur..
Ef þú nú þegar átt Fender Precision, og það Amerískan og ert að leitast eftir Fender P soundi. Þá er klárlega málið ekki að skipta um bassa heldur magnara. Trace Elliot eru fínir magnarar hef átt slíka stæðu combo 4x10“+1x15” botn. Virkar mjög vel. En þetta er magnari með mikinn karakter..s.s. á eftir að lita soundið hjá þér mjög mikið með þessum einkennandi miðju karakter og punchi ekki séns að ná miklum mjúkum bassa úr honum ef þú vildir hafa völ á því. Núna á ég Sadowsky bassa, Sem er svona Highend J-bassa klón. og er að nota Ashdown og það er magnari sem ég er ekki að fara að selja næstu árin, algjörlega málið.. En engum finnst það sama allt svo persónubundið þannig að málið er bara shop around. Eitt líka ef það er eitthvað sem þér líkar við Trace-inn. Þá myndi ég klárlega tékka á Ashdown. Því ef þú stillir Ashdown magnarann flatann þá soundar hann mjög líkt trace magnaranum sem er að vísu mjög skiljanlegt því þetta er að hluta til sömu framleiðendur. En bara með Ashdowninn þá er það svo mikið meira.. Massívur botn í þeim. Getur auðveldlega fengið mjúkann botn. Eða mikið punch, getur blandað á milli trans/tube til að fá örlítið meira grind/edge í soundið. Einnig ertu með Sub octaver á honum sem bætir nótu áttund neðar og er actually að tracka talsvert vel. Eitt það besta við Ashdowninn er hvað það er auðvelt að stilla hann og auðvelt að finna gott sound og flakka á milli sounda ólíkt á trace-inum þar sem allaveganna ég var látlaust að stilla fram og til baka í leit af einhverju sem svo var ekki þar..
kv.
David