musiciansfriend senda ekki til íslands, þú verður að notast við shopusa ( www.shopusa.is ), ég hef aldrei verslað sjálfur við þá en ég treysti þeim sammt fullkomlega og það kæmi mér ekkert á óvart ef ég mundi kaupa mér eitthvað frá þeim einnhvern daginn…
já ég veit, ég var eiginlega bara svona að reyna að láta þann sem sendi inn korinn vita, svo að greið fari nú ekki að versla einhverja rándýra hluti og geta ekki flutt þá til landsins.
jebb en svekkjandi að vera búinn að gera allt nema borga og uppgötva síðan að maður þurfi að nota einhvern millilið í sendingu og það kostar náttúrulega meira og kannski sprengir það kostnaðaráætlun og draumarnir flognir út um gluggann.
Well.. ShopUSA sprengir voðalega fáar kostnaðaráætlanir held ég, því að það munar vel innan við 10%, vorum einmitt að reikna hér í gær að gítar sem kostar 70 slétt ef hann fæst sendur beint heim kostar 75 í gegnum ShopUSA, svo viðkomandi þarf virkilega að vera að eyða hverri einustu krónu sem hann á ef ShopUSA sprengir budgettið hjá honum..
Sæll… hvað ertu að fara að versla? Gengið er ekki mjög hagstætt núna… þannig að það er alltaf spurning hvort að þetta borgi sig… www.froogle.com - þennan nota ég mikið þegar ég er að leita að einhverju hljóðfæratengdu og vill fá botnverð… það koma oft upp einhverjir aðilar sem eru til í að senda til Íslands… en yfirleitt eru þetta búðir sem þarf að nota til að senda á ShopUSA.
Ég myndi þá frekar reyna Ebay… bæði gætir dottið á pedalinn ódýrari og + það þá er líklegt að þeir sendi til Íslands.
Ég var að spá í 2 boss pedulum þegar dollarinn var ekki neitt neitt og það hefði munað 500 kalli… af því að þú færð þá líklegast ekki nema í gegnum Ebay senda til Íslands með því að fara framhjá ShopUSA
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..