Eitthvað varið í hann?
Uhm, já! Miklu meira en hinn gítarinn, það fyrsta sem ég tók eftir er að þetta er RG Prestige gítar, sem er bara tákn um gæði, eða ætti að vera það :D
Svo tékkaði ég á specs-unum. Body-ið á gítarnum er úr Basswood, ef þú vilt gítar sem svipar til gítaranna sem Steve Vai spilar á, s.s. sem svipar til Jem-anna. Þá viltu helst fá Alder í Body-ið eða Basswood.
Steve Vai notar Alder í flesta gítarana sína, en þó basswood í nokkra.
Gítarinn er með Edge Pro brú. Ef þú ætlar að fá þér Edge Pro (ekki það sama og Floyd-Rose, en svipað) þá færðu þér Edge Pro en ekki Edge Pro II. Þessi brú á að leyfa þér t.d. að hafa lægra action og annað eins og að þú þarft ekki að klippa kúluna af strengjunum til að setja strengina í gítarinn eins og þú þarft að gera með Floyd-Rose. Auk þess geta kubbarnir sem halda strengjunum í Floyd-Rose dottið úr, en kubbarnir í Edge Pro eru partur af brúnni og geta því ekki dottið úr. Auk þess hjálpar brúin að auka sustain.
Svo færðu víst Hardcase tösku frítt með ef þú kaupir hann af netinu, sem er ekki slæmur kostur. Hardcase taska getur kostað um 10-15 þús og um það reiki.
Fingraborðið er úr Rosewood.
…Þetta er bara smekksatriði, ef ég man rétt þá er t.d. Rosewood mýkri viður en Ebony en harðari viður en Maple. Þessir viðir gefa allir frá sér mismunandi hljóm og tilfinningu.
Það eru 24 bönd á honum, stendur reyndar ekkert um hvernig bönd eru í honum. Hvort að það séu lítil bönd þá, finnst það líklegt. En þetta er líka bara smekksatriði, mér finnst persónulega betra að hafa aðeins stærri bönd.
(ég kíkti á www.ibanez.com og hérna er gítarinn:
http://www.ibanez.co.jp/eg_page.php?AREA_ID=3&PAGE_ID=457&COLOR=CL01)Þar stendur að það séu Jumbo bönd, sem er mjög gott, aðeins stærri bönd, sem gerir það þægilegra að spila á hann (allavega að mínu mati :D)
Hálsinn er úr Maple/Walnut, og hann er 5pc samkvæmt music123.com en samkvæmt ibanez.com þá er hann 3pc og er Wizard Neck. Hann er allveg pottþétt með Wizard Neck, það þýðir bara að hálsinn er mjórri en á venjulegum gítörum. Það leynir á sér hvað það er þægilegt að spila á svoleiðis. Lítið meira um það að segja nema að þetta er auðvitað líka bara smekksatriði.
Svo eru það pickupp-arnir. Þetta eru bara Ibanez pickuppar, DiMarzio IBZ. Held að þetta séu fínustu pickuppar, en ef þú værir ósáttur með þá þá er alltaf hægt að skipta um þá.
Þannig að niðurstaðan mín er sú að þetta sé alveg örugglega fínasti gítar, alls ekki slæmur. Ég efast ekki um það að það sé þægilegt að spila á hann, og ég hef heyrt að þessir pickuppar séu bara helvíti fínir.
Kveðja,
Morgoth