G&L Legacy, það er basicly bara oldscool strat, hljómar ekki ósvipað og 1950 módelin hjá fender. S-500 týpan er nútímalegri og algjör snilld, en ef þú ert að leita að strat sándinu er Legacy'inn nær því. Ég myndi líka fara verlega í að velja fretbordið út frá lookinu, það er hellings sánd munur og annar fílingur.
Það eru þrjú basic skref sem þú þarft að skoða þegar þú kaupir gítar og þau eru (fyrir mitt leiti flestra annara sem taka þetta alvarlega) í þessari röð.
1. Fílingurinn, hvernig er að spila á hann og hvernig er sustainið í viðnum og svo framvegis. Þetta eru atriði sem verður ekki breytt nema með því að skipta út háls eða boddí og þá ertu basicly kominn með annan gítar.
2. Sándið, þarna skipta pickuparnir, boddíið og hálsinn máli. Ég set þetta í nr 2 því að er hægt að skipta út pickupum án vandræða og það er endalaust magn til að pickupum sem geta unnið vel með ákveðnum viðartegundum til að fá rétt sánd.
3. Útlitið, alveg sama hvað gítarinn er fallegur, ef það er ekki gott að spila á hann og sándið gott verður hann aldrei meira en veggjaskraut. Hinsvegar er ekki jafn gaman að láta sjá sig með ljótan gítar og fallegan þannig að þetta skiptir máli, bara minna máli en allt hitt.