Metnaðarfullt band sem hefur verið starfandi í þrjú ár óskar eftir frambærilegum bassaleikara. Bandið skipa þrír strákar á aldrinum 21-25. Erum með fínt æfingahúsnæði uppá höfða og erum allir með góðar græjur. Það var allt á fullu að gera hjá okkur í spilamennsku, stúdíóupptökum, og útgáfumálum þegar bassaleikarinn okkar ákvað að hafa engan tíma og erum við því svo gott sem bassaleikaralausir þessa dagana. Vantar einhvern sem er á aldrinum 18-26, sem er til í að leggja sig mikið fram, getur haldið föstum æfingatímum, er laus við allt rugl og er með hausinn í lagi og umfram allt góður bassaleikari.

Áhrifavaldar eru margvíslegir s.s. Smashing Pumpkins, Alice In Chains, Pearl Jam, At the drive in, Sparta, Mars Volta og eiginlega bara allt á milli himnins og jarðar. Þetta er ekki metal band heldur kannski meira svona rokk/Nýbylgjurokk/pönk/emo/eyðimerkur eitthvað,…… Æji þið vitið alveg sjálfar/sjálfir hvað er erfitt að lýsa tónlistinni sinni hehe.

Punktar:
Óskað er eftir bassaleikara…..
á aldrinum 18-26…….
erum í RVK…..
erum með gott húsnæði…….
Þarf að vera góður og með hausinn í lagi……
Þarf helst að eiga góðar græjur…..
ekki verra ef getur raddað en er ekki nauðsynlegt
Strákur, stelpa, skiptir ekki máli….

Ef þú ert áhugasöm/samur og þér finnst þú passa svona líka lukkulega vel við lýsinguna hér að ofan, sendu mér þá hugapóst, eða svaraðu hér að neðan og láttu e-mailið þitt fylgja og við spjöllum á msn