hahahha, hélstu að þú værir að fá Oscar fyrir 99 dollara?? :P þetta er vst instrument, getur notað þetta í forritum eins og Cubase og Sonar, einnig ókeypis forritum eins og Buzz eða Reaper. Notar tölvuna þína til að framleiða hljóðið. Ég nota talsvert marga vst syntha og effecta, mikið MIKIÐ ódýrara en að kaupa sér allt hardware (þó að ég sé reyndar að fara að fjárfesta í amk. 3 hardware synthum núna í sumar).
…alvöru Oscar synthesizer kostar á þriðja þúsund dala, enda safngripur og mjög eftirsóttur
Ef þú ert að leita að góðum synth fyrir byrjanda, þá mæli ég eindregið með Alesis Ion. Það er með stjórntækjum fyrir flestar stillingarnar. Ef það er of dýrt þá er Alesis Micron líka fínn, sami hljóð, en án allra stjórntækja (maður verður að notast við lítinn skjá á hljómborðinu og takka til að breyta hljóðinu, ekki auðvelt og getur verið erfitt fyrir byrjendur)