Ég hef verið að pæla í því að ég sé líklegast eini hljóðfæraleikarinn á landinu sem á Fender Jaguar Bass. En allavega vinsamlegast svarið þessum spurningum
1.Veit einhver hérna á spjallinu um einhvern íslending sem á Jaguar Bass
2.Átt þú eitthvað hljóðfæri sem enginn annar á í landinu?
2. Ég á gítar sem að Þorvaldur Bjarni átti en hann er frændi minn. (þessi gull-godin í undirskrift) Ómar Guðjónsson (gítarkennarinn minn) sagði að hann hafði akkúrat átt svona eins gítar þegar Þorvaldur átti minn en síðan seldi Ómar hann. Einnig sagði hann að þetta væru einu 2 svona gítararnir á landinu.
Það er svona 3 mánuðir síðan. Ég er alveg rosalega ánægður með hann og hann nægir mér alveg þrátt fyrir að vera ekki Gibson… mér finnst Gibson aðeins ofmetið miðað við Epiphone, ég meina Gibson kostar jafnt og þrír Epiphonar.
Næst fyrir valinu verður pottþétt PRS gítar… Elska þá gítara!
Ég veit ekki um marga Sovtek MIG-50 magnara á landinu, þó svo það er alveg líklegt að þeir séu einhverjir í felum einhversstaðar. Eins veit ég ekki um nema einn annan Gibson Explorer úr gothic-seríunni, þósvo það sé nú svosem ekkert merkilegt, bara Explorer með möttu lakki og öðruvísi fingraborði..
Það á enginn í heiminum eins Telecaster og ég, þar sem minn Telecaster er smíðaður á Íslandi og hann var eini Telecasterinn sem var smíðaður af þessum gaur sem gerði hann (man ekki nafnið á honum).
Einnig á ég Yamaha Hollowbody gítar frá 1972 sem ég held að mjög fáir hér heima eigi.
Ég á einnig Z.vex effect sem ég held að fáir eigi (veit að gítarleikarinn í Coral á svona).
Annars þá á ég líka Vox AC15TB sem ég held að séu ekki mjög margir af hér en þeir eru samt mun algengari en Z.vex-inn og Yamaha-inn.
Jaa pabbi keypti einhvern tímann drasl kassagítar í búlgaríu á 1000 kall. Ég einhvernveginn leyfi mér að efa að annars slíkur gripur sé til á landinu… Svo eiga afi og amma eld gamalt rafmagnsorgel (yamaha minnir mig) sem ég gæti vel trúað að sé einstakt hér á landi, þó aldrei að vita hvað leynist á heimilum landsins…
Það var nú einn auglýstur til sölu hér á huga fyrir svona viku síðan, “alvöru” PRS reyndar, ekki SE, en SE ættu að vera ennþá algengari en þeir amerísku þar sem þeir kosta 1/3 af því sem þeir amerísku gera..
Get ekki sagt að ég hafi séð neinn Mesa/Boogie Subway Rocket sem ég á hér heima… held að það hafi bara komið einn með sendingu á sínum tíma í hljóðfærabúðina sem var í ármúlanum (man ekki nafnið… seldu aðallega píanó… voru líka með Ibanez á þeim tíma).
Ég held ég sé sá eini hérna á klakanum sem á Spider II 212 magnara :).
En svona í alvöru talað, þá efast ég stórlega um að einhver annar eigi Agile Ghost II. Svo eru að ég held ekki margir Squier Stagemaster Deluxe HSH gítarar á landinu, hef ekki enn rekist á þannig utan við minn. Það er hætt að framleiða þá, Showmaster serían tók við af þeim og eru víst ekki jafn góðir og Stagemasterarnir gömlu. Svo hef ég heldur ekki séð annan Parker Nitefly SA gítar eins og minn, þeir eru allavega ekki margir á landinu.
Þannig allir mínir gítarar eru fáséðir, og einn þeirra (Agile) líklega sá eini á landinu :P.
1. Nei, ég veit ekki um neinn sem á Jaguar Bass. 2. Jájá, ég á hljóðfæri sem enginn annar á, en ekki hljóðfæri þar sem enginn á sömu tegund af því, nema kannski píanóið, that's pretty old. Frá langafa mínum, ef ég man þetta rétt. Annars gæti alveg einhver ennþá átt svoleiðis. ;)
ég á Kimbara Les paul..efast um að einhver hérna eigi svoleiðis,því enginn virðist vita eitthvað um þá. Japanskt tæki framleitt milli 1975-1985 var mér sagt,og Rín voru með sölu á þeim.. Endilega ef þið vitið um einhvern sem á svona gítar látið mig vita.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..