Það er af því að ESP, G&L og fleiri gera öllum jafn hátt undir höfði, allir fá sama afslátt. ESP eru actually ódýrari (komnir upp í hendur okkar kaupendanna þ.e.a.s.) hér heima heldur en innfluttir frá stóru keðjubúðunum úti, á meðan verðmunur á Gibson getur verið fáránlega hár.. maður sér það alveg á Marshallverðlistanum að Rín eru ekki viljandi að selja vörurnar sínar á okurprís, þeir geta bara ekki boðið Gibson á betra verðir..
Þennan mismunandi afslátt á vörum sér maður líka í nærtækari dæmum, margir “kaupmenn á horninu” keyptu gos og ýmsar aðrar vörur í Bónus af því útsöluverð í Bónus var oft á tímabili (veit ekki hvort svo er enn) lægra en fullt heildsöluverð sem einhver sem pantar bara örfáar kippur hefði þurft að borga. Ég man síðast þegar ég fór inn í Drauminn á Rauðarárstíg þá var nánast allt úrvalið hans í kryddi Bónuskrydd :P