Hey kall, smoot gítar sem þú ert að spá í, ég myndi mæla með líka að þú tékkir á Ibanez eins og þessum sem ég póstaði hlekk á hér fyrir neðan. Ibanez hafa tekið Floyd dæmið aðeins lengra og þróað það til, hel.. fínt orðið hjá þeim. Ok með Floyd þá er í tísku núna að dru..a yfir Floyd, minnir menn á svona 80's dæmi og fullt af Floyd spilurum búnir að beila yfir á eitthvað annað ofl. Búin að sjá bunka af viðtölum þar sem menn eru að reyna að selja að eitthvað annað sjitt sé betra.
Málið er einfalt, ef þú ert lítið sem ekkert að nota sveifina þá velur þú þér gítar með föstum stól/brú, sleppur þá við tuning vesen ofl. Ef þú hinsvegar fílar að experiment með sveifina, (Satriani, Steve Vai ofl.) þá er Floyd eina sem heldur stillingu að einhverju viti, ég er með gamlan 80's Kramer með original Floyd og hann hangir í stillingu endalaust, er svo með Fender USA með læstum stilliskrúfum, Roller nut og öllu og hann þolir nú ekki mikið action í sveifar málum (enda virkar hann flott á allt öðru plani, hehe) .
Floyd getur verið smá pain að setja upp, einna erfiðasta er að hafa hann fljótandi, það gefur reyndar mestu möguleika á svona sveifar action, getur rifið sveifina upp, niður og alles.
Ef þú hinsvegar slítur streng ertu ekkert í alltof góðum málum þar sem stillingin fer öll út um glugann.
Hin leiðin er að hafa Floydinn fastann upp við bodyið á gítarnum með alla gorma skrúfaða í botn, þá er bara hægt að droppa honum en ef þú slítur streng hangir hann fínt í stillingu.
Endilega bara að prófa þetta allt, eða sambærilega gítara svona til að fá fílingin, Fyrir gítara með föstum stól eru Rín er með Epiphone Gibson gaura og reyndar er hljóðfærahúsið með svona Yamaha Les Paul gaura í kring um 60 þús sem rokka feitt líka, Tónabúðin er síðan með Fernandes sem eru líka með mjög kúl græjur í Les Paul kantinum (eru fáanlegir með Sustainer pikkups sem eru massa kúl)
Ef þú ert að spá í Floyd myndi ég tékka líka á Ibanez eins og t.d þessum
Sjá hérÞetta er allt bara svona personal fílingur, ég gef mig ekkert út fyrir að vera neinn sérfræðingur í þessu, bara svona mín reynsla.
kv
baral