Svo er algengt að menn tune-i gítarinn í grip, aðallega þá í blúsnum.
t.d. þá geturðu tune-að gítarinn í D grip sem kallast “Open D Tuning”:
D-A-F#-D-A-D
Þá eru 6., 3., og 1. strengurinn stilltur niður en 5. og 4. eru látnir vera eins.
Eða þá í G grip sem kallast reyndar líka “Open D Tuning” vegna þess hvernig það er tune-að:
D-B-G-D-G-E
5. og 1. strengurinn eru tune-aðir niður; 6., 4., 3. og 2. strengurinn eru ennþá eins, óbreyttir.
Svo er það bara eins og einhver sagði hérna fyrir ofan, staðsetja slidehólkinn fyrir ofan fretwire-inn til að fá réttan tón. Svo á slide-ið alltaf að vera á hreyfingu, ekki hafa það hreyfingarlaust ofaná strengjunum, alltaf hafa víbríng í tóninum. Misjafnt hversu hraðann þú átt að hafa, fer bara eftir því hvað þér finnst passa best.
Best er að hafa gítarinn með hærra action til að það sé auðveldara að spila með slide-ið. En ef þú vilt ekki gera það, þá er í lagi að hafa actionið bara eins og þú hefur það alltaf en þú þarft þá að passa það að ýta ekki of fast á strengina til að slide hólkurinn snerti böndin.
Til að losna eða minnka við hljóð sem þú vilt ekki hafa, eins og yfirtóna og svona scratch hljóð, þá geturðu staðsett fingurna fyrir aftan slide-ið til að mute-a þá. Eða með því að palm-mute-a.
Slidehólkurinn þarf svo auðvitað að vera þannig að þér finnist þægilegt að nota hann, þannig að það séu engin óþægindi í noktun hans.
Notaðu slidehólkinn á 2., 3., og 4., fingri og sjáðu hvað þér finnst þægilegast og notaðu þann fingur.
Svo geturðu auðvitað keypt slidehólka í öllum stærðum og gerðum, fáðu þér þann sem þér finnst bestur fyrir þig, þægilegastur.
Svo geturðu fengið þá í allskonar efnum svosem gleri eða málmi. Mismunandi efni gefa mismunandi tón, finndu þann sem þér líkar best við.
Aðalmarkmiðið með slide-i er að hafa gott hljómfall og finnast það þægilegt að spila.
Vona að þetta hjálpi ;)
Kveðja,
Morgoth