Þetta svokallaða “Powergrip” eða “Powerchord” eins og það kallast á ensku er bara eiginlegt slangur yfir hljóm sem er mikið notaður í rokki og metal. Þetta var aldrei notað í tónlist, allavega ekki mikið fyrr en um tíma Black Sabbath (að mig minnir). Þeir notuðu Powerchords óspart.
En þetta powerchord er bara skilgreint sem rót + 5und. Bara einfalt fimmundargrip. Hvort þú aukir við gripið og bætir áttundinni á toppin er bara smekksatriði. Vanalega spila ég svoleiðis grip með rót + 5und og áttund á toppnum. En svo nota ég reyndar líka svona grip með bara rót + 5und. Og þegar ég spila þetta þá nota ég vísifingur, baugfingur og litlaputta. Þar sem vísifingur færi á rótina, baugfingur á 5undina og litlifingur á áttundina.
En svo er eitt sem mér sýndist enginn hér hafa minnst þá. Ég geri stundum eina aðra gerð af svona powerchord-i. En ég get bara notað það þegar rótin liggur á A strengnum. Þá spila ég rótina á A streng og 5undina á D streng og síðan double-a ég fimmundina með því að spila hana líka áttund neðar, og hana spila ég þá s.s. á djúpa E-inu. Þessi hljómur gefur þér ótrúlega þungt sánd, líkast til þess ef þú værir með 7 strengja gítar, eða verulega dropped tune-ing. Þetta grip emulate-ar það nokkuð vel. En þegar ég spila þetta grip þá nota ég vísifingur á lægstu 5undina og rótina og svo baugfingur á hærri 5undina.
Til að sýna þér þetta betur þá skal ég skrifa þetta upp í TAB fyrir þig:
G Powerchord með rót og 5und og puttarnir sem ég nota til að spila nóturnar:
puttar:---1---3--
A|---5--------5--|
E|---3----3------|
G Powerchord með rót, 5und og áttund:
puttar:---1---3---4--
D|---5------------5--|
A|---5--------5------|
E|---3----3----------|
C Powerchord með 5und, rót og 5und:
puttar:---1---1---3--
D|---5------------5--|
A|---3--------3------|
E|---3----3----------|
Og svona er þetta bara! :D
Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað :)
Kveðja,
Morgoth