Já en eins og ég sagði þá efast ég um að tónlistarmenn/hljómsveitir séu að græða það mikið á svona bókum.
Hérna er þetta ekkert svo ódýrar bækur en þegar ég var í Glasgow þá var verið að selja svona bækur á undir 500 isl.kr (3-4 pund).
Og þar sem þetta er oftast fólk að pikka upp eftir eyranu þá ætti það að vera fá e-ð fyrir það íklegast í staðinn fyrir að borga einhverjum ofur stef plebbum (þá er ég ekki að tala um hljómsveitina heldur milliliðinn milli tab bóka gróðans og hljómsveita).
En annars þá held ég að meiri hluti ungra ólærðra tónlistarmanna sem spila á gítar/bassa/trommur(/jafnvel píanó) læri mest og best af tabi og þess vegna finnst mér þetta vera svo mikið rugl að loka á þetta.
En þetta höfundar réttarmál fer svakalega í taugarnar á mér svo ég held ég ræði það ekkert frekkar, reyni að stoppa áður en ég fer að bölva Samfylkingunni og Stefáni Hafsteinn. :)