ok Besta leiðin hleypur á milljónum, svo þið viljið kannski prufa annað áður.
ég tel þetta vera besta kostinn á viðráðanlegu verði, og þá líka fyrir hljómsveit sem er ný á þessu sviði.
Mbox 2: Pro Tools LE forritið, 2 input og kostar aðeins 41.000 í hljóðfærahúsinu.
Tölva: Nýleg, verður að vera með USB 2.0, best er að hafa AMD eða intel örgjörva á milli 1.5Ghz og uppúr þó svo að gerðin skipti ekki höfuðmáli, 512mb vinnsluminni er lágmark. skjákort þarf að vera nýlegt og þá svona 3-4 ára mest. Nýleg heimilistölva gæti virkað.
Mixer: til að tengja trommur í. Mæli með behringer Eurorack 1622FX Pro. Ekki það dýr og trommurnar komast á hverja rás.
Micar: Tónastöðin selur Samson trommumica á viðráðanlegu verði, selur kit annaðhvort með eða án overhead mica, fínir og ábyggilega ódýrasti kosturinn. Svo getiði keypt MXL mic í hljóðfærahúsinu. það er söngmic svona stór og kostar svona 12-16þúsund og getur líka hentað vel fyrir að mica upp gítarmagnara. Shure SM57 er góður alhliða mic og getur hentað í nánast allt.
Hvernig að taka upp: Trommumicarnir tengjast í mixerinn, sem hefur 4 xlr input og svo 6 line input. Þannig að ég mæli með því að láta bassatrommu, sneril, og 2 overheada á rásir 1-4. overheadarnir þurfa phantom power sem er aðeins hægt að ná með xlr snúru, og svo mica tom tom og floor tom með mic snúru sem er með jack á hinum endanum. Mixa þetta í mixernum áður en upptaka hefst og svo tengja snúru úr mixernum í mboxið. ekkert er hægt að vinna meira með trommurnar þegar búið er að taka upp.
getið tekið bassann upp með mic fyrir framan magnara, eða notað direct box, sem er tel ég betri kostur í þessu tilviki. hægt að fá það fyrir 5000 kall í tónabúðinni. Gítar tekinn upp annaðhvort með SM57 eða stóra MXL micnum, og svo söngur náttla með einhversskonar söngmic eins og MXL.
Reiknaði að þetta gæti kostað svona 117.000 með Mboxi, trommumicum, mixer, stúdíómic, og shure Sm57 ásamt snúrum sem þið þurfið. Þið getið ábyggilega reddað ykkur tölvu sem þið gætuð notað.
Þetta er ekki nema 30.000 á mann ef þið eruð 4, og þessar græjur skila ykkur því besta sem hægt er að ná með 2 rása hljóðkorti. Þið verðið ekki sviknir af þessu(tala af reynslu).