Ég hef aldrei skilið afhverju fólk notar ekki litla putta… Ég hef alltaf notað hann og mér finnst ekkert mál að nota hann. Vandamálið myndast vegna þess að þú byrjar að nota bara þrjá putta útafþví að þér finnst “of erfitt” að nota litla putta. Þá gerist það að þú verður liðugri í hinum puttunum og heilinn í þér tune-ast inn í það að þú notir bara þrjá putta. Svo þegar þú ætlar að nota litla putta líka þá harðneitar heilinn í þér og þú getur það ekki.
Þessvegna áttu að byrja strax að nota litla putta.
Annars lendirðu bara í svona veseni eins og þú ert lentur í núna. Þú getur notað einhverjar hammer-on/pull-off æfingar til að liðka hann til.
T.d. þessi æfing, það er í rauninni ekkert ákveðið sem er best að gera í henni. Bara æfa allt sem þú getur með henni, nota alla putta og allskonar samsetningar eins og þetta:
|-5-8-5-6-5-8-5-8-5-|
og
|-5-8-5-7-5-8-5-7-5-|
og
|-5-8-5-8-5-8-5-8-5-|
og
|-5-8-5-6-5-7-5-6-5-|
og
|-5-6-5-7-5-8-5-7-5-6-|
og
|-5-6-5-7-5-6-5-7-|
Og mikið meira!
Eins og þú sérð þá er hægt að nota hvaða fingrasamsetningar sem er í þessa æfingu, það virkar alltsaman.
En það sem er aðalmálið, það sem maður verður að hafa í huga er að æfa alla putta sem þú getur. Æfa alla tvo putta saman og svoleiðis.
Og einnig áttu að spila þetta á öllu strengjunum, gott að byrja á efsta strengnum (e) og enda á neðsta (E) því það er erfiðast að spila þetta á neðsta, djúpa E.
Svo auðvitað bara að passa sig að ofreyna sig ekki því það getur orsakað það að þú tapir öllu aftur sem þú hefur æft upp og þá færðu ekkert útúr æfingunni.
Kveðja,
Morgoth