Já, er að spá í að selja Yamaha FG-402 kassann minn. Snilldar gítar sem hefur reynst mér mjög vel. Hann er hentugur sem svona “betri-party gítar” (s.s. ekki eitthvað 15. þús kr. fender dót sem surgar og suðar í) og einnig sem fínn fyrsti gítar fyrir þá sem vilja klassa gítar til að byrja á.

Hann er 1og1/2 árs gamall og í góðu standi. Glænýir (frekar þykkir) strengir eru í gítarnum og fylgir mjög góð, en þó frekar sjúskuð, taska með honum.

Gítarinn lítur svona út (afsakið léleg gæði á myndinni):
Mynd

Veit ekki alveg hvernig ég á að verðsetja hann þannig að það væri best ef þið munduð bara hafa samband (hér eða á thorarinnola@gmail.com) og við gætum rætt verð. Einnig á ég betri myndir, bæði af gítar og tösku, sem ég get þá sent ef áhugi er fyrir því.