Búinn að ganga í gegnum helling af overdrive og distortion effektum, allt frá léttum “boosterum” að feitum tilbúnum metalsound pedulum.. komst bara að því að það verður mikið leiðinlegra að tweaka soundið þannig, svo það er bara betra fyrir mig að vera með magnara bjagar nógu mikið fyrir mig..
Á wah-wah, en er rhytmagítarleikari, svo ´ge hef litla þörf fyrir hann.. Á flanger en hann er svona .. “einum of” .. þyrfti að fá me´r chorus eða phaser til að þykkja clean soundið einhverntímann þegar ég hef efni á að blæða í almennilegan effekt..
Átti delay, en fann enga þörf fyrir það svo ég seldi það.. á Big Muff, en er í metal/harðrokk bandi núna svo hljómurinn úr honum passar ekki alveg inn.. hugsanlega lána ég bassaleikarnum hann samt :P
Hvað varðar hvernig ég fíla að búa til mitt sound, þá hef ég aldrei getað verið fullkomlega sáttur við soundið sem kemur út þegar ég er með traðkbox fyrir framan magnarann minn.. átti magnara með innbygðu chorus og reverb (og á einn reyndar núna með þremur tonnum af innbyggðum effektum sem ég nota alveg við og við) sem kom ágætlega út svo málið fyrir mig er sennilega að fá mér slíka effekta í lúppuna, annars er ég bara að plögga gítarnum beint í magnarann.