Tap kallast það víst, eða Two handed hammer-ons.
Þú notar það þegar þú vilt spila einhver tónbil sem þú getur ekki spilað með vinstri hendi (ef þú spilar rétthent). Þá þarftu að fá hjálp frá hægri hendinni og til að framkvæma þetta geturðu notað hvaða putta sem er, bara þann sem þér finnst þægilegast að nota. (Ég nota alltaf löngutöng, því mér finnst það þægilegast og ég get verið að spila, gert tap og haldið áfram að spila án þess að þurfa að leggja nögglina frá mér eða eitthvað. Ég get þá sett hana bara í lófann á meðan ég tappa og gripið hana svo aftur)
En já, þú s.s. framkvæmir “hammer-on” með hægri hendinni, eða s.s. slærð puttanum ofaná það band sem þú vilt spila, og svo framkvæmirðu bara “pull-off” til að láta næstu nótu fyrir neðan hljóma.
Þetta er oft notað til að spila þriggja nótna Arpeggíur. Til dæmis er Van Halen frægur fyrir tap-tækni sína og aðrir spilarar einnig eins og Steve Vai og aðrir góðir.
Einnig er þetta notað til að framlengja þessu “sweep-arpeggios” ef svo má að orði komast. Þessum stóru arpeggíum sem ná yfir alla eða nokkra strengi. Þá geturðu bætt einni nótu við eða jafnvel tveim ef þú notar tap.
Svo er auðvitað líka hægt að spila eitthvað ýmislegt annað. Til dæmis er hægt að framkalla harmoníska tóna með svipaðri tækni nema þá heldurðu einhverju gripi inni. Segjum bara venjulegt D niðri á hálsinum. Svo slærðu ofan á böndin áttund ofar, ekki á milli bandana, ofan á. Og þá færðu harmoníska tóna :D
Til að nefna einhver lög þar sem notað er tap þá er t.d. Eruption með Van Halen og svo kannski það sem margir vita byrjunin á sólóinu í One með Metallica. Svona svo eitthvað sé nefnt :)
Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað ;)
Kveðja,
Morgoth