Er að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að láta þennan fara. Ég er búinn að eiga hann í tæpt ár og fékk hann beint úr sendingu frá Tónastöðinni, þannig að hann er c.a. 9 mánaða. Ástæðan fyrir því að ég er að hugsa um að selja hann er að ég nota hann ekki næstum því eins mikið og ég reiknaði með í upphafi. Ég hugsa að ég sé búinn að keyra hann í 20 klst. í allt. Það er geggjað sánd úr þessum magnara og t.d. fær hann 9,6 í einkunn á Harmony-Central (reyndar einungis úr 7 reviewum og 9,9 fyrir sánd í 8 review-um). http://www.harmony-central.com/Guitar/Data/Orange/Rocker_30_112_Combo-1.html
Magnarinn er eins og nýr og lítið notaður. Þannig að ef það er einhver þarna úti sem er til í að gefa honum heimili og þá ást sem hann þarfnast þá er þessi falur fyrir 75 þúsund kall. Hann kostar 90 þúsund nýr þannig að þetta er ágætis afsláttur af ónotuðum magnara.
Spurningar eða komment hér eða með huga-p(rivate)m(essage).