Er verið að taka upp live eða hafiði möguleika á að taka upp í sitthvorulagi ?
Best væri að taka upp í sitthvorulagi þar sem þú byrjar á píanóinu og svo tekuru upp sönginn á aðra rás. Þá færðu líklegast betri hljóm.
Hinsvegar þá mæli ég með að þið notið bara Condenser mic (ef budgetið er lágt þá er Behringer B-1 þrusu fínn fyrir verðið, fæst í Tónabúðinni).
Ef þið ætlið að taka upp þannig að söngurinn og Píanóið er bæði inná eina rás þá getiði notað Condenser mic, þurfið bara að stilla honum vel upp svo að bæði söngurinn og píanóið heyrist vel.
Ef ég mætti forvitnast, hvað ertu að fara að taka upp ?