Sælt veri fólkið.
Ég er 25 ára gamall karlkyns trommari og hef áhuga á að finna mér band til að spila með. Ég hef verið að spila í nokkur ár einnig hef ég verið að læra á trommur. Ég er nýlega hættur í bandi sem að ég var að spila með í um hálft ár. Sú tónlistarstefna sem að ég hef áhuga á er Indie músik og rokk með smá sýruívafi. Áhrifavaldar eru m.a: Led Zeppelin, U2, Pink Floyd, Smashing Pumpkins og Sigur Rós. Uppáhaldstrommarar eru m.a: John Bonham, Mike Portnoy og Chad Smith. Ég auðvitað hlusta á allt mögulegt en ég hef ekki áhuga á að spila metal músik eða eitthvað harðara en það.
Trommusettið mitt er af Premier Cabria gerð og er með 5 trommum. Svo er ég með nokkra cymbala og eru þeir af Zildjian gerð fyrir utan ride cymbalinn sem að er Sabian. Ég er svo með Yamaha double kicker sem að ég hef verið að nota aðalega í fillum en einnig einstaka bítum. Svo er ég með í pöntun trommusett af Tama Starclassic Mable gerð og ég reikna með að fá það seinni parts sumars en það sett er með 6 trommum. Ef ykkur vantar trommara og teljið mig vera áhugaverðan kost þá getið þið haft samband við mig á hafstein@gmail.com
p.s: Ég er staddur í Kópavogi og á bíl þannig að staðsetning á höfuðborgarsvæðinu ætti ekki að vera vandamál.