Ég á Marshall 2555 “Silver Jubilee” með svörtu áklæði en þessir magnarar voru með gráu áklæði í Silver Jubilee afmælislínunni 1987 en voru framleiddir með svörtu áklæði í tvö ár eftir afmælisárið.
Ég hafði ekki hugsað mér að selja hann þar sem þetta er einn af mínum uppáhalds mögnurum en ég væri til í að láta hann fara fyrir gott verð. Ég hef átt þrjá magnara úr 255x línunni og er þetta besta eintakið. Ég skal taka myndir af hausnum ef einhver hefur raunverulegan áhuga á kaupum.
Verðhugmynd: 135.000 kr. með nýju setti af lömpum.
Ábendingar um að hægt sé að fá nýjan Marshall fyrir minni pening eru vinsamlegast afþakkaðar.
Slóðin hér að neðan vísar á samskonar magnara með gráu áklæði (nákvæmlega sama innihald). Yfirleitt fæst dálítið hærra verð fyrir 1987 árgerðina en verðið gefur hugmynd um hvað þessir magnarar eru að fara á í Bandaríkjunum. Reiknivél ShopUSA fær út um 187.000 kr.
http://cgi.ebay.com/Marshall-2555-Silver-Jubilee-100-Watt-Guitar-Head_W0QQitemZ7409742387QQcategoryZ38075QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItemÞað er líklega óþarfi að nefna að þetta er magnarinn sem Slash hefur notað mest á ferli sínum og aðrir Silver Jubilee spilarar eru t.d. John Frusciante úr RHCP og Steve Morse.