Hljómsveit (áhrifavaldar m.a. Golden Gods,The Substitutes,Sex Slaves,Hellsuckers,Drugdealer Cheerleader,The Bad days,Johnny Vasher,Hollywood Vampires,The Divine Brown og Red Star Rebels), staðsett í miðbæ Reykjavíkur, óskar eftir mönnum í eftirfarandi stöður:
-Söngur
-Gítar
og hugsanlega hljómborðsleikara, og mögulega baritóngítarleikara.
Umsækjendur verða að vera á aldrinum 18-22, og vera gífurlega metnaðargjarnir. Við stefnum að því að æfa allt að sex til sjö sinnum í viku, og einbeiting verður gífurleg.
Umsækjendur um stöðu söngvara hafi eftirfarandi í huga:
-Kröfur gerðar um grunnþekkingu í tónfræði og hljómfræði
-Lúkkið í lagi
-Að geta samið texta, og að hafa góða tilfinningu fyrir laglínum
-Geta unnið með lærðum tónlistarmönnum, og jafnvel skrifað niður sönglínur í nótum
Umsækjendur um stöðu gítarleikara athugi eftirfarandi atriði
-Að kunna vel á sitt hljóðfæri er skilyrði, tækni, hraði, grúv, tilfinning, tónfræði og hljómfræði þarf að vera í lagi
-Lúkkið í lagi
-Að geta samið, og ekki þurfa að vera með stöðugt show-off, grúvið og catchy línur eru hér í fyrirrúmi, gítarsóló eru fyrir show-off.
-Geta aðstoðað við að semja texta, einnig að geta samið gítarriff og línur við texta/laglínur.
-Geta skrifað niður riff og gítarlínur bæði í tablature og nótum.
-Kunna góð skil á mismunandi takttegundum, og geta talið og haldið takti.
Því fleiri atriði sem umsækjendur búa yfir, því betra, en þó svo menn séu ekki með allt á hreinu verður einnig tekið tillit til vilja og getu til að læra,mæta og hversu fúsir menn eru í að gefa allt í tónlistina.
Umsóknir sendist á estorriyol@hotmail.com
fram komi:
-fullt nafn
-aldur
-menntun á hljóðfæri og hve lengi hefur verið spilað
-græjur sem viðkomandi á/notar og græjur sem viðkomandi vill eiga/nota
-Hvort viðkomandi er í vinnu/skóla, og hversu mikið viðkomandi getur æft
-Hvar viðkomandi er staðsettur, með tilliti til æfinga, og hvort umsækjandi er á bíl
-símanúmer og e-mail
-Hugmyndir um stefnu, hvort viðkomandi sé með efni sem hægt er að líta á og aukaupplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri
-Allt annað sem umsækjanda finnst koma málinu við
Umsóknum verður svarað í þeirri röð sem þær berast, öllum umsóknum verður svarað, og þeir umsækjendur sem okkur finnst vert að athuga betur verða boðaðir í prufu.
Stefnan er sett á að spila á nokkrum tónleikum og komast á Iceland Airwaves á þessu ári, og einnar til þriggja plötu samning við Smekkleysu, og síðan útrás til Bretlands, og þar í framhaldi norðurlönd, meginland Evrópu og svo Bandaríkin.
-
CNY Entertainment
-
_-=St.Har=-_