Kúl. Mig langar í harmónikku…Það er bara til f-horn, lúður, píanó, sekkjapípa, blokkflauta, tveir gítara (raf og kassa) og einn yndislegur bassi á þessu heimili… Það vantar harmónikku…
Reyndar þá á afi alveg þrjú stykki, síðast þegar ég vissi… og svo líka annað píanó, saxafón, klarinett, orgel, banjó, flautur og ýmsa gítara… Þetta kemur…
Ég get fikrað mig áfram á öllu sem er með strengjum… Hef engan grunn í blásturshljóðfærum svo að ég kann ekkert á þau… En strengjahljóðfæri, þau eru fín. Harmónikkur eru fínar. GAman að spila á þær…
Blásturshljóðfæri eru líka svo mismunandi. Þótt ég kunni á flautu og geti náð tón á sax er mjög erfitt að spila á trompet og þannig … Það er auðvitað mikið auðveldara að “ná tón” á önnur hljóðfæri :P (þá meina ég ekki endilega fallegum, sérstaklega ekki á fiðlu :P)
Litla systir mín sem spilar á franskt horn getur náð tón og spilað á flest öll hljóðfæri.. En hún er líka undrabarn á svona drasl. Náði tón úr öllum hljóðfærunum þegar hún var 6 ára…
Já … Það er samt pínulítið erfitt, allavega fyrir þverflautuleikara, að breyta munnsetningunni og spila á málmblásturshljóðfæri. Það er auðveldara að blása í saxafón, klarinett, óbó og þannig :P
Sumir eru bara undrabörn … Tónlistakennarinn minn er mjög góður á flest blásturshljóðfæri og getur spilað á næstum hvað sem er :P
Hah, já bara:D Það er mjööög lítið miðað við heima hjá afa. Afi er tónlistakennari og það er heilt herbergi fullt af hljóðfærum og þegar ég segi fullt þá er ég að meina það eru hljóðfæri upp alla veggi, píanó, orgel og fullt af öðru drasli í svona 10 fm herbergi…
Hehe… fjölskyldan mín er tónlistafjölskylda út í eitt… Afi minn tónlistakennari, frænka mín söng og tónlistakennari, þrjár frænkur mínar í söngnámi og allir hafa einhverntímann lært á hljóðfæri… og svo þegar fjölskyldan hittist er mér skellt fyrir framan píanóið og ég fæ nótur sem ég á að spila og það syngja allir saman…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..