Sælir hugarar.
Ég á svona upptöku/loop forrit sem heitir acid music version 1.0. Þegar ég er að taka up með því, og er búinn að taka upp eina rás, og ætla svo að taka upp aðra, þá tekur forritið upp fyrstu rásin líka, svo að ef ég tek upp rás númer 2 og svo nokkrar í viðbót, og ætla svo að eyða númer 2, þá heyrist ennþá í rás 2 því forritið tók hana upp á nýju rásirnar. Svo af því að það tekur upp hinar rásirnar, þá virkar voa lítið að mixa þetta eftirá, því ef maður hækkar í t.d. 4. rásinni, þá hækkar líka það sem hún tók upp frá fyrri 3 og þá koma leiðinleg hljóð og slæm gæði. Ef einhver kann vel á þetta forrit þá væri frábært að fá hjálp með þetta. Og þeir sem kunna ekkert á þetta, mega vinsamlegast sleppa því að svara.
með fyrirfram þökk:
Pacifica