Lækka í ykkur. Það gengur ekki að setja sér staðal “við ætlum ekki að spila lægra en þetta” það verður að stilla eftir krafti hvers hljóðfæris, í þessu tilviki geturðu einfaldlega ekki hækkað svo mikið í söngnum. Tékka annars á gain-i ef þið eruð með mixer, einnig snúa ekki á ská á ef þið snúið að hátalaranum, láta söngvarann frekar horfa beint á hátalarann frekar en á hlið, prufa að færa þetta útum allt svona en ég mæli með því að lækka í ykkur einfaldlega, ekkert endilega mikið (fer náttúrulega bara eftir öllum mögnurum og svona) heldur bara þannig að þetta minnki til muna.