Ég er að spá í að fara beint yfir í próf í öðru stigi í tónfræði (er í fyrsta) en ég þarf að skilja allt í bókinni sem við erum í. Ég skil allt nema þessar einundir, tvíundir, þríundir, fjórundir, fimmundir, sexundir o.s.frv.

Það er að segja hvort þær séu hreinar, litlar eða stórar. Þegar tónfræðikennarinn fór yfir þetta með okkur þá skildi ég þetta nokkurnveginn en gleymdi því svo bara og hef ekki skilið þetta síðan!

Þetta er útskýrt svo asnalega í bókinni en er hugsanlegt að eitthver vilji vera bestur og nenna að útskýra þetta ýtarlega fyrir mér?

Pazzini