Það eru til mjög góðir trommuleikarar sem nota Premier Cabria. Það þýðir ekki að það séu endilega eitthvað spes trommusett. Ég veit t.d að Steve Smith notar Sonor trommusett og hann er einn hæfileikaríkasti slagverksleikari sem ég hef nokkurn tímann séð. Ég er hinsvegar ekki að segja að Sonor séu eitthvað verri trommusett en ekki. Dýrustu og flottustu línurnar hjá þeim eru á alveg sama stalli og girnilegustu trommusettin sem allir hinir eru að bjóða í dag.
Hið sanna er að það eru ekki til nein trommusett sem eru “best”. Þegar þú ert kominn upp í hæsta klassa trommusetta, til að mynda TAMA Starclassic, Pearl Masterworks eða DW Collector's Edition þá er einungis um að ræða hvað trommuleikarinn sjálfur vill.
Ef þú átt næga peninga þá geturðu fengið trommusett nákvæmlega eins og þú vilt hafa það beint úr verksmiðjunni nú til dags. Þú getur fundið 100 % gæðavörur hjá öllum stærstu slagverksframleiðendum heimsins.
Hvað varðar verðið þá myndi ég halda að verðið hjá DW væri hvað dýrast. Trommukennarinn minn ætlaði að fá sér DW trommusett núna fyrir stuttu þegar hann skipti um sett en snarhætti við þegar að hann komst að því að bassatromman ein eins og hann vildi hafa hana kostaði um 350.000 krónur. Þetta var reyndar ekki það ódýrasta sem hægt var að fá en þú skilur hvert ég er að fara. ;)
Það er ekki erfitt að kaupa lítið og nett trommusett fyrir fleiri fleiri milljónir hjá DW.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..