Yamaha DTXpress III
Jæja, nú er komið að því að selja kvikyndið :)
Eins og fyrisögnin segir er þetta rafmagnssett frá yamaha af gerðinni DTXpress III og er af árgerðinni 2005.
Það var keypt í Ágúst á seinasta ári á 110 þúsund glænýtt nýkomið inní Hljóðfærahúsið og vonast ég eftir góðum verðtilboðum enda mjög vel með farin elska.
Útlit:
Rautt, svart og grátt.
Plattarnir sem á því eru, eru svartir
Heilinn er rauður að framan og grár annarsstaðar
Hardware(svona helsta)
Grindin sem heldur þessu saman
Snerilplatti sem er með 3 triggera
Allir toms eru úr alveg eins plöttum
Crashinn er með 2 mismunandi triggerum en rideinn aðeins með 1
Hi-hatinn er platti eins og toms, en með honum er fótstig sem að stýrir opnun og lokun en gefur einnig valmöguleikann að skella hihatnum saman
Heilinn sjálfur er með mjög marga valmöguleika fyrir hvern einasta trigger, inniheldur líka 48 fyrirfram ákveðin sett og 32 sem þú getur stillt inn sjálfur
Einnig nota ég kicker og stól frá pearl sem að myndu væntanlega fylgja með fyrir áhugasama
Hérna eru svo myndir og meiri upplýsingar ef einhver hefur áhuga
http://dtxperience.com/dtxpressIII.php
sendið mér e-mail ef þið eruð með áhuga eða spurningar erlendurj@hotmail.com