Fender eru klassa hljóðfæri. Eitt með Fender er að það er ekkert alltof mikill gæðastöðuleiki í framleiðslunni sem þýðir að þú getur lent á góðu eintaki og slæmu jafnvel þó þú sért að pæla í dýrari týpunum. Ég er búinn að vera spilandi á bassa í 15ár ef það hefur eitthvað að segja :) en ég fór núna í síðustu viku að prófa, prófaði Amerískann í hljóðfæra húsinu og prófaði einn frá mexíkó í tónabúðinni. Ameríski soundaði ögn betur en það var mun betra að spila á hinn. Þannig að ég hefði t.d. frekar verslað þennann frá mexíkó og skipt út pickuppum og pre.. Ég myndi ef ég væri þú fá mér fender með S-1 switchinum. gerir gæfu muninn, mun meiri tónbreidd. allaveganna á fender Jazz, prófaði ekki P bassa með slíkum. Ég veit að þeir eiga væntalegt öðru hvoru megin við helgina sendingu sem inniheldur meðal annars Fender jazz '75 og síðan 60 ára afmælis útgáfuna og held að þeir fái hana með í jazz og P og sá P bassi er með þessum S-1 switch.
Einnig er núna annar möguleiki, Tónastöðin er komin með Sadowsky metro, myndi pottþétt prófa slíkann ef ég væri þú. Ég verslaði mér einn, virkilega sáttur, finnst hann bera höfuð og herðar yfir hina sem ég prófaði.
Bara spurning um fyrir þig að fara og prófa alla sem þú kemst í tæri við, því þetta er allt spurning um persónulegt álit. Einum finnst eitt best og öðrum þetta. En myndi allaveganna ekki versla fender án þess að vera búinn að prófa hann svo þú lendir ekki á slæmu eintaki.
vona að þér gangi vel í leitinni..
kveðja.