Ég er gítarleikari svo ég hef voða lítið vit á þessu. Sérstaklega mögnurunum.
Ég hef átt nokkra LTD gítara og allir mjög góðir miðað við verð, svo ég get ekki ímyndað mér annað en að þú værir vel settur með svoleiðis, jafnvel þótt það sé ódýrasta týpa. Yamaha nefndi ég því það eru margir hérna sem nefna þá þegar svona spurningar koma upp.
Með magnarann, þá var fyrsti bassamagnari vinar míns Fender Bassman 60, og hann virkar mjög vel. En ég þekki bassamagnara ekki neitt svo ég held þú verðir að bíða eftir inputi frá bassaleikara. :)